Líkir Harry Kane við Raul

Craig Bellamy fyrrum framherji Liverpool segist sjá svipaðan leikmann í Harry Kane og hann sá í Raul.

Kane er ótrúlegur markaskorari en hraði er ekki hans helsti eiginleiki líkt og hjá Raul.

,,Þegar Kane var að koma fyrst í sviðsljósið þá sá ég Raul í honum,“ sagði Bellamy.

,,Hann er ekki eldfljótur, hann er snöggur að hugsa, hann skilur hvað þarf að gera og þarf ekki mikið pláss til að athafna sig.“

,,Raul var magnaður og verður það alltaf en Kane hefur svipaða hæfileika, þeir eru svipaðir framherjar.“

,,Ef Kane heldur svona áfram er hann eini leikmaðurinn sem getur ógnað markameti Alan Shearer.“


desktop