Líklegast að Conte verði rekinn

Veðbankar á Englandi telja líklegast að Antonio Conte verði sá fyrsti til að vera rekinn á þessu tímabili.

Conte náði frábærum árangri með Chelsea á síðustu leiktíð og fagnaði liðið sigri í ensku úrvalsdeildinni.

Conte og félagar þurftu þó að sætta sig við 3-2 tap gegn Burnley á heimavelli í dag í fyrstu umferð.

Stjórar fá sjaldan mörg tækifæri hjá Chelsea og má nefna Jose Mourinho sem var rekinn tímabilið eftir að hafa unnið deildina.

Samkvæmt veðbönkum er Conte nú líklegastur til að taka pokann sinn af öllum stjórum deildarinnar.


desktop