Líkur á að Arsenal eyði 75 milljónum punda í Evans og Aubameyang

Telegraph segir frá því í kvöld að líkur séu á að Arsenal kaupi bæði Jonny Evans og Pierre-Emerick Aubameyang á næstu dögum.

Arsenal er í viðræðum við Dortmund um að kaupa Aubameyang frá Dortmund.

Dortmund vill í kringum 53 milljónir punda fyrir framherjann frá Gabon.

Arsenal og Manchester City hafa áhuga á Evans sem kostar rúmar 20 milljónir punda.

City hefur hins vegar ákveðið að snúa sér að Aymeric Laporte sem opnar dyrnar fyrir Arsenal að sækja Evans.

Arsene Wenger gæti því reitt fram 75 milljónir punda á næstu dögum áður en félagaskiptaglugginn lokar.


desktop