Liverpool á að búa til lið í kringum þennan leikmann að mati Gerrard

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool segir að félagið eigi að byggja liðið í kringum Philippe Coutinho, sóknarmann liðsins.

Coutinho skrifaði á dögunum undir nýjan fimm ára samning við félagið en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu, undanfarin ár.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona en hann kom Liverpool árið 2013 frá Inter Milan.

„Philippe hefur verið magnaður fyrir félagið undanfarin ár. Hann hefur vaxið mikið sem leikmaður og er orðinn heimsklassa leikmaður.“

„Ég æfði með honum á hverjum degi og spilaði með honum líka. Hann er gjörsamlega ótrúlegur knattspyrnumaður. Hann getur gert ótrúlegstu hluti með boltann.“

„Hann er leikmaðurinn sem þarf að byggja liðið í kringum. Ef félagið ætlar sér að ná árangri þá mun hann spila stórt hlutverk í því.“


desktop