Liverpool kvartar undan kynþáttaníði í Rússlandi

Liverpool hefur kvartað ti UEFA og segir að ungur leikmaður félagsins hafi orðið fyrir kynþáttaníði í Rússlandi á þriðjudag.

Um er að ræða leik hjá unglingaliði Liverpool sem mætti Spartak Moskvu en aðalið félagsins mættust síðar um kvöldið og gerðu 1-1 jafntefli.

Bobby Adekanye kom inn sem varamaður á 58. mínútu og þá áttu að hafa heyrst hróp og köll úr stúkunni.

Stuðningsmenn Spartak höguðu sér líka illa á leik aðalliðanna en þar kveiktu þeir í flugeldum, sungu söngva sem ekki voru smekklegir og lokuðu útgönguleiðum.


desktop