Liverpool og Arsenal munu berjast um sóknarmann Monaco næsta sumar

Thomas Lemar, sóknarmaður Monaco mun að öllum líkindum yfirgefa félagið næsta sumar en það er varaforseti félagsins sem greindi frá þessu á dögunum.

Leikmaðurinn var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool í sumarglugganum en bæði félög lögðu inn nokkur tilboð í hann.

Lemar vildi sjálfur fara til Liverpool en Monaco harðneitaði að selja hann á lokadögunum gluggans og hann var því áfram í herbúðum franska félagsins.

Arsenal hafði einnig áhuga á honum í byrjun sumars og svo aftur seinni hluta sumarsins þegar Alexis Sanchez vildi fara til Mancehster City.

Arsenal tókst hins vegar ekki að klára kaupin fyrir lok gluggans og því varð ekkert úr kaupunum.

Bæði Jurgen Klopp og Arsene Wenger eru miklir aðdáendur leikmannsins og þykir næsta víst að þeir muni berjast hart um undirskrift hans, næsta sumar.


desktop