Liverpool setti magnað met í kvöld

Liverpool tók á móti Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 7-0 sigri heimamanna.

Philippe Coutinho og Roberto Firmino skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik og staðan því 3-0 í leikhléi.

Sadio Mane, Philippe Coutinho og Mohamed Salah skoruðu svo mörk heimamanna í síðari hálfleik og lokatölur því 7-0 fyrir Liverpool.

Liverpool skoraði 23 mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár sem er met en ekkert enskt lið hefur skorað jafn mörk í riðlakeppninni áður.

PSG á hins vegar metið yfir flest skoruð mörk í riðlakeppninni en þeir settu það í ár líka þegar að þeir skoruðu 25 mörk í B-riðli.


desktop