Liverpool tekur á móti Everton á flöskudegi

Liverpool mætir Everton í 3. umferð enska FA-bikarsins en þetta varð ljóst í vikunni.

Liðin mætast þann 5. janúar næstkomandi sem er föstudagur en hvorgt lið hefur spilað mikið á föstudögum í gegnum árin, vegna þáttöku sinnar í Evrópukeppnum.

Leikurinn hefst klukkan 19:55 en mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum, eins og alltaf þegar að þessi lið mætast.

Liverpool tekur á móti Everton í einum af stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en sá leikur hefst klukkan 14:15 á sunnudaginn næsta.


desktop