Barton: Klopp eins og stór þýsk klappstýra

Joey Barton, fyrrum leikmaður Manchester City, hefur gagnrýnt Jurgen Klopp, stjóra Liverpool á Englandi.

Barton sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi um Klopp og er ekki á því máli að um frábæran stjóra sé að ræða.

,,Ég hef alltaf áhyggjur þegar ég sé Klopp hlaupandi á hliðarlínunni. Hann er eins og stór þýsk klappstýra,“ sagði Barton.

,,Þú þarft meira til að vera topp þjálfari. Hann er með hræðilega tölfræði þegar kemur að úrslitaleikjum.“

,,Ég er ekki að kaupa það að hann sé magnaður stjóri. Hann hefur ekki sannað það á ferlinum.“


desktop