Klopp: Get ekki talað mikið um Coutinho

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var nokkuð súr á svip í dag eftir 3-3 jafntefli við Watford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

,,Það voru góðir og slæmir hlutir í þessum leik. Við vorum að spila gegn líkamlega sterku liði,“ sagði Klopp.

,,Það olli okkur vandræðum í fyrri hálfleik en við vorum ákveðnari í þeim seinni og það var augljóst að við vildum vinna leikinn sem hefði verið verðskuldað“

,,Þriðja markið þeirra var rangstæða sem var óheppni. Við hefðum þó getað skorað meiri miðað við færin sem við fengum. Það er eðlilegt að þetta fari svona í byrjun tímabils“

Philippe Coutinho gæti verið á förum frá Liverpool í sumar en Klopp gat ekki tjáð sig of mikið um það.

,,Ég get ekki talað mikið um þetta. Ég ber ábyrgð á öllum leikmönnunum og þarf að einbeita mér að þeim sem eru til taks. Ég verð að sætta mig við ákvörðun eiganda félagsins.“


desktop