Monaco sagt hafa hafnað tilboði Liverpool

Liverpool á Englandi bauð á dögunum í framherjann Kylian Mbappe ef marka má fjölmiðla ytra.

Mbappe er einn eftirsóttasti leikmaður heims en hann er aðeins 18 ára gamall og hefur skorað mikið á tímabilinu.

Mbappe fagnaði sigri í frönsku úrvalsdeildinni í gær með Monaco og átti framherjinn stóran þátt í því.

Liverpool er sagt hafa boðið 75 milljónir evra í Mbappe sem er á óskalista Real Madrid og Manchester City.

Monaco hafnaði hins vegar tilboði enska félagins og hefur engan áhuga á að selja leikmanninn.

Óvíst er hvort Liverpool muni bjóða aftur í strákinn sem er sjálfur sagður sáttur hjá Monaco.


desktop