Mynd: Lucas mættur til að skrifa undir á Ítalíu

Miðjumaðurinn öflugi Lucas Leiva er mættur til Ítalíu til að skrifa undir samning við stórlið Lazio.

Lucas eins og hann er kallaður hefur lengi verið á mála hjá Liverpool eða frá árinu 2007.

Lucas átti ekki fast sæti í liði Liverpool á síðustu leiktíð og hefur fengið grænt ljós á að fara annað.

Brasilíumaðurinn á 344 leiki að baki fyrir Liverpool en hann var áður hjá Gremio í heimalandinu.

Lazio er nú næsti áfangastaður Lucas eins og má sjá á myndinni hér fyrir neðan.


desktop