Myndband: Magnað aukaspyrnumark Coutinho

Philippe Coutinho er mættur aftur í lið Liverpool eftir að hafa byrjað tímabilið meiddur.

Coutinho var við það að ganga í raðir Barcelona í sumar en ekkert varð úr þeim skiptum á endanum.

Coutinho byrjaði gegn Leicester City í dag en staðan í þeim leik er orðin 2-0 fyrir gestunum í rauðu.

Coutinho lagði upp fyrra mark Liverpool á Mohamed Salah og skoraði svo annað sjálfur.

Mark Coutinho var stórkostlegt en hann átti skot beint úr aukaspyrnu sem Kasper Schmeichel réð ekki við.

Myndband af markinu má sjá hér.


desktop