Myndir: Sturridge hljóp inná með miða frá Klopp

Athyglisvert atvik átti sér stað í kvöld er Southampton og Liverpool áttust við í enska deildarbikarnum.

Ballið byrjaði illa fyrir Liverpool í kvöld en heimamenn komust yfir á 20. mínútu með marki frá Nathan Redmond.

Á 73. mínútu leiksins vildi Jurgen Klopp koma skilaboðum til sinna manna og lét hann Daniel Sturridge fá miða.

Sturridge sótti miðann á hliðarlínuna og hljóp með hann inná til að sýna liðsfélögum sínum.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan en miðinn hjálpaði lítið og tapaði Liverpool leiknum, 1-0.


desktop