Þetta þarf að gerast svo sögusagnirnar um Sturridge hætti

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að sögusagnir um Daniel Sturridge muni taka endi ef hann nær að haldast heill heilsu.

Sturridge hefur meiðst mikið síðustu ár og virðist í dag ekki eiga fast sæti í liði Klopp á Anfield.

,,Það er ekki hægt að efast um gæði eða hæfileika Daniel. Það sem þú þarft á vellinum er magnað en hann hefur ekki verið nógu heill,“ sagði Klopp.

,,Það er annað mikilvægt atriði. Ef hann er heill heilsu þá ræðum við ekki um önnur félög.“

,,Við þurfum ekki einu sinni að tala um framtíðina hans, við erum á miðju tímabili.“


desktop