Lögreglan í Stoke gerir grín að Mesut Özil

Mesut Özil leikmaður Arsenal átti slakan dag þegar Arsenal tapaði fyrir Stoke á útivelli í gær.

Özil virtist lítið nenna því að reyna að hjálpa liðinu sínu sem var í brekku.

Af þessu hefur lögreglan í Stoke gaman af og gerði grín af Özil á Twitter í dag.

Tilkynnt var um innbrot í gegnum Twitter og lögreglan svaraði skömmu síðar.

,,Afsakaðu sein svör, við höfum verið að leita að týndum einstaklingi, eftirnafnið er Özil. Hefur þú séð hann,“ skrifaði lögreglan.


desktop