Lovren breytir Instagram síðu sinni eftir erfiðan dag

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool hefur átt betri daga á ferlinum.

Hann var í byrjunarliði Liverpool sem tapaði 1-4 fyrir Tottenham á Wembley í dag en Lovren átti stóran þátt í fyrstu mörkum Tottenham í leiknum.

Jurgen Klopp, stjóri liðsins fékk svo nóg eftir hálftíma leik og tók Króatann af velli en hann fór ekki útaf vegna meiðsla heldur var stjórinn ósáttur með frammistöðu hans.

Klopp gagnrýndi hann svo í viðtali eftir leik og sagði að hann hefði sjálfur getað gert betur en Lovren í öðru marki Tottenham en leikmaður hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum Liverpool í allan dag.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Lovren gerir sig sekan um mistök síðan hann gekk til liðs við Liverpool og virðast margir vera búnir að gefast upp á honum.

Lovren breytti svo Instagram síðu sinni í kvöld og er nú ekki lengur hægt að skilja eftir athugasemdir á myndirnar hjá honum.

Þá tók hann forsíðumyndina hjá sér út og þá stendur ekkert um Liverpool Football Club í umsögn hjá leikmanninum.


desktop