Lukaku dregur í land eftir að hafa gagnrýnt liðsfélaga sína

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap gegn Sevilla í gær.

Frammistaða United hefur verið harkalega gagnrýnd í mörgum leikjum í ár.

Romelu Lukaku skoraði mark United í gær og fór eftir leik að gagnrýna liðsfélaga sína.

,,Það var ekki allt í lagi með suma leikmenn, sumir leikmenn voru bara í felum,“ sagði Lukkau að leik loknum.

Hann sá eftir þessum orðum í nótt og setti inn færslu á Instagram þar sem hann talaði við um liðsfélaga sína.


desktop