Lukaku horfði á myndbönd af þremur framherjum til að bæta sig

Fyrir tveimur árum sagði Roberto Martinez þá þjálfari Everton, Romelu Lukaku að bæta hreyfingar sínar í teig andstæðinga sinn.

Það gerði Lukaku og það hefur borið árangur, hann sagði frá þessu í viðtali í Belgíu í dag.

,,Ég hef bætt hreyfingarnar mínar, sérstaklega í teignum,“ sagði Lukaku.

,,Fyrir tveimur árum hjá Everton sagði Roberto Martinez mér að horfa á myndbönd með Hugo Sanchez, Edinson Cavani og Chicharito í teignum.“

,,Maður þarf að setast niður og horfa á þá, að sjá framherja Úrúgvæ í teignum er ótrúlegt. Ég gerði þetta og æfði svo hreyfingar mínar þrisvar í viku.“


desktop