Luke Shaw bakkaði á Phil Jones – Þurfti að borga viðgerðareikninginn

Luke Shaw, bakvörður Manchester United hefur átt betri daga á ferlinum.

Hann fær ekkert að spila með United þessa dagana og er félagið nú sagt vilja selja hann í janúarglugganum.

Hann varð svo fyrir því óláni á dögunum að bakka Ranger Rover bifreið sinni á Bentley bifreið Phil Jones en atvikið átti sér stað á æfingasvæði United en það er Mirror sem greinir frá þessu.

Tjónið var minniháttur en þrátt fyrir það þurfti að laga bílinn hjá Jones og mun Shaw greiða allan kostnaðinn af því.

Bakvörðurinn hefur verið orðaður við bæði Southampton og Tottenham að undanförnu en United vill fá 20 milljónir punda fyrir hann.


desktop