Lyon hefur áhuga á tveimur kantmönnum United

Manchester United hefur fengið fyrirspurn frá Lyon varðandi tvo leikmenn félagsins.

Lyon vill styrkja kanstöðurnar sínar og hefur spurst fyrir um Adnan Januzaj og Memphis Depay.

Januzaj er á láni hjá Sunderland en þessi ungi Belgi gæti haft áhuga á að fara til Frakklands.

Memphis Depay kantmaður United er einnig á óskalista Lyon.

Depay fær ekki tækifæri hjá Jose Mourinho stjóra United en þessi ungi Hollendingur er fullur af hæfileikum.

Depay kom til United fyrir einu og hálfu ári en hefur ekki fundið taktinn.


desktop