Mail: Tottenham vill fá Gylfa aftur

Tottenham á Englandi er að undirbúa tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, miðjumann Swansea City.

The Daily Mail greinir frá þessu í kvöld en samkvæmt heimildum blaðsins er Mauricio Pochettino aðdáandi Gylfa.

Tottenham hafði áhuga á að fá Ross Barkley frá Everton en Gylfi myndi kosta töluvert minna en Barkley.

Tottenham er tilbúið að borga 25 milljónir punda fyrir Gylfa sem yfirgaf félagið árið 2014 fyrir Swansea.

Gylfi hefur verið frábær fyrir Swansea á þessari leiktíð og er mjög líklega á förum í sumarglugganum.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða lið munu berjast um Gylfa en Everton og West Ham hafa einnig verið nefnd til sögunnar.


desktop