Manchester City er Deildarbikarmeistari 2018

Arsenal 0 – 3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero (18′)
0-2 Vincent Kompany (58′)
0-3 David Silva (65′)

Arsenal og Manchester City mættust í úrslitum enska Deildarbikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri City.

Sergio Aguero kom þeim yfir strax á 18. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Vincent Kompany tvöfaldaði forystu City á 58. mínútu áður en David Silva gerði út um leikinn á 65. mínútu.

Lokatölur því 3-0 fyrir Manchester City sem er því enskur Deildarbikarmeistari 2018.


desktop