Manchester City vann þægilegan sigur

Brighton 0-2 Manchester City
0-1 Sergio Aguero(70′)
0-2 Lewis Dunk(75′)

Manchester City byrjar tímabilið á Englandi vel en liðið mætti nýliðimum Brighton í fyrsta leik í dag.

City var mun sterkari aðilinn í leik dagsins en Brighton tókst að halda út fyrri hálfleikinn og staðan markalaus.

City kláraði svo leikinn í síðari hálfleik en Sergio Aguero kom liðinu yfir áður en Lewis Dunk varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokastaðan 2-0.


desktop