Manchester United ekki í vandræðum með Hull

Manchester United 2-0 Hull
1-0 Juan Mata(56′)
2-0 Marouane Fellaini(87′)

Manchester United og Hull áttust við í enska deildarbikarnum í kvöld en leikurinn fór fram á Old Trafford.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn í United voru betri aðilinn og komust nálægt því að skora.

Fyrsta mark leiksins var skorað á 56. mínútu er Juan Mata kom boltanum í netið fyrir United.

Staðan var lengi 1-0, alveg þar til á 87. mínútu er varamaðurinn Marouane Fellaini bætti við marki fyrir United og lokastaðan, 2-0.

United því í góðri stöðu en síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Hull.


desktop