Manchester United staðfestir kaup á Sanchez með myndbandi

MAnchester United hefur staðfest kaup sína á Alexis Sanchez en það var gert nú rétt í þessu.

Sanchez skrifaði undir samning við United í dag en hann kemur frá Arsenal.

Sanchez mun klæðast treyju númer 7 hjá Manchester United.

Hann kemur til United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan sem fer til Arsenal og gerir samning við félagið.

Sanchez er 29 ára gamall en hann hefur átt frábæran tíma hjá Arsenal en vildi fara.

Talið var að Sanchez færi til Manchester City en að lokum var það United sem krækti í hann.


desktop