Líklegt byrjunarlið Man Utd gegn PSV – Martial byrjar

Manchester United og PSG mætast í Meistaradeild Evrópu á morgun og er spennan mikil hjá stuðningsmönnum United fyrir leikinn.

Manchester United var ekki í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð en liðin mætast á morgun í Hollandi klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Wayne Rooney, fyrirliði liðsins verður ekki með liðinu vegna meiðsla og mun því Anthony Martial fá tækifæri í byrjunarliðinu, samkvæmt miðlunum á Englandi.

Martial átti frábæra innkomu um helgina þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri Manchester United á Liverpool.

Líklegt byrjunarlið Manchester United: De Gea; Darmian, Smalling, Blind, Shaw; Carrick, Schneiderlin, Herrera, Mata, Depay; Martial.


desktop