Markalaust hjá Englandi – Lukaku skoraði

England gerði markalaust jafntefli við Brasilíu á heimavelli í kvöld.

Um var að ræða æfaingaleik og marga lykilmenn vantaði í lið Englands í leiknum.

Leikurinn var hins vegar jafn en hvorugu liðinu tókst að skora.

Í öðrum leikjum gerðu Frakkland og Þýskaland jafntefli en Alexandre Lacazette skoraði tvö fyrir Frakkland í 2-2 jafntefli.

Memphis Depay var á skotskónum fyrir Holland í 0-3 sigri á Rúmeníu. Romelu Lukaku skoraði eina markið í sigri Belgíu á Japan.


desktop