Mata hafnar rosalegu tilboði frá Kína

Juan Mata leikmaður Manchester United hefur hafnað svaklegu tilboði frá Kina miðað við fréttir dagsins.

Lið í úrvalsdeildini í Kína hafa verið í sambandi við umboðsmann Mata.

Mata er hins vegar afar ánægður í herbúðum United og vill framlengja dvöl sína þar.

Samningur Mata rennur út næsta sumar en félagið getur virkt ákvæði í honum um eins árs framlengingu.

Mata gæti þó fengið nýjan samning til lengri tíma en hann kom til United frá Chelsea þegar David Moyes var stjóri liðsins.


desktop