Matraðadvöl Sanches hjá Swansea heldur áfram

Renato Sanchez, miðjumaður Swansea verður að öllum líkindum ekki með liðinu um helgina þegar Swansea mætir Huddersfield.

Portúgalinn tognaði í landsleikjahléinu með Portúgal og mun að öllum líkindum missa af næstu leikjum Swansea.

Hann hefur ekki farið vel af stað með sínu nýja félagið síðan hann kom til liðsins á láni frá Bayern Munich.

Sanches hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir sína frammistöðu en miklar vonir voru bundnar við hann í upphafi tímabilsins og var honum m.a ætlað að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu.

Swansea hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og situr í átjánda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu sjö leikina.


desktop