Mauricio Pellegrino rekinn frá Southampton

Mauricio Pellegrino hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Southampton en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.

Hann tók við liðinu síðasta sumar en gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið vægast sagt hörmulegt.

Pellegrino hefur m.a stýrt liðum á borð við Valencia, Independiente og Alaves á ferlinum og hann leitar sér nú að nýju starfi.

Southampton situr í sautjánda sæti deildarinnar með 28 stig og er einu stigi frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.


desktop