Með þessum liðum halda dómarar í ensku úrvalsdeildinni

Mark Clattenburg greindi frá því í gær að hann væri hættur að dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Fremsti dómari deildarinnar ákvað að skella sér til Sádí Arabíu og dæma þar fyrir fimm sinnum hærri laun.

Clattenburg var einn allra fremsti dómari í heimi en þegar hann hætti þá ákvað hann að greina frá því að hann elskaði Newcastle.

Clattenburg fékk aldrei að dæma hjá Newcastle og þurfa dómarar að greina frá því með hvaða liði þeir halda þegar þeir byrja að dæma.

Hér að neðan er listi yfir þau lið sem dómarar styðja.

Dómararnir og liðið sem þeir styðja:
Martin Atkinson Leeds
Stuart Attwell Luton
Mark Clattenburg Newcastle
Mike Dean Tranmere
Simon Hooper Swindon
Mike Jones Chester
Robert Madley Huddersfield
Andre Marriner Aston Villa
Lee Mason Bolton
Jon Moss Sunderland
Michael Oliver Newcastle
Craig Pawson Sheffield United
Graham Scott Swindon
Keith Stroud Luton
Neil Swarbrick Preston
Anthony Taylor Altrincham
Paul Tierney Wigan


desktop