Mendy hafnar Liverpool og er að fara til City

Manchester City er nálægt því að ganga frá kaupum á Benjamin Mendy samkvæmt Sky Sports.

Sky segir að City sé við það að kaupa vinstri bakvörðinn á 40 milljónir punda.

City vantar vinstri bakvörð eftir að hafa losað sig við Gael Clichy.

Sky segir að Mendy hafi hafnað því að ganga í raðir Liverpool og sé að skrifa undir hjá City.

Mendy er 22 ára gamall en hann verður þriðji leikmaðurinn sem City kaupir í sumar.

Áður hafði félagið fengið Bernardo Silva frá Monaco og Ederson markvörð Benfica.

Sky segir að Pep Guardiola vilji einnig fá Ryan Bertrand, Kyle Walker og Alexis Sanchez í sumar.


desktop