Mertesacker vill ekki spila aftur fyrir Arsenal

Per Mertesakcer, varnarmaður Arsenal vill ekki spila aftur fyrir félagið en þetta tilkynnti hann í vikunni.

Þjóðverjinn ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu lýkur og mun hann þá ganga til liðs við þjálfarateymi félagsins.

Mertesacker hefur aðeins komið við sögu í þrettán leikjum fyrir Arsenal, síðustu tvö tímabil og hann segir að líkami hans þoli ekki meir.

„Líkaminn er alveg búinn,“ sagði varnarmaðurinn.

„Fólk hefur sagt mér að njóta síðasta ársins. Ég vil helst sitja á bekknum eða upp í stúku sem væri ennþá betra. Ég er orðinn rúmlega þrítugur og í sumar verð ég loksins frjáls.“

„Stundum líður mér eins og ég sé með þungan bakpoka á herðum mér. Ég þarf að skila mínu, sama hvort ég sé meiddur eða ekki. Ég hef ælt fyrir leiki og grátið en ég geng sáttur frá borði, þetta var allt þess virði,“ sagði hann að lokum.


desktop