„Miðað við verðmiðann á vélinni þá fór ágætlega um Coutinho og Firmino“

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var mættur á blaðamannafund í hádeginu í dag en liðið undirbýr sig nú fyrir stórleikinn gegn Manchester United á morgun.

Liðin mætast á Anfield á morgun klukkan 11:30 en Liverpool hefur ekki farið neitt alltof vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og situr í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig.

United er á toppnum í deildinni með 19 stig og lítur mjög vel út í upphafi leiktíðar.

Þeir Roberto Firmino og Philippe Coutinho, sóknarmenn Liverpool mættu aftur eftir landsleikjahlé á fimmtudaginn síðasta en félagið leigði einkaþotu undir þá félaga til þess að fá sem fyrst aftur til Englands.

„Þetta var langt flug hjá þeim en það fór mjög vel um þá, það getur ekki annað verið, ég sá verðmiðann á fluginu!“


desktop