Mkhitaryan: Draumur að rætast

Arsenal hefur staðfest kaup sín á Henrikh Mkhitaryan frá Manchester United.

Hann kemur í skiptu fyrir Alexis Sanchez sem skrifaði undir hjá United.

Mkhitaryan gerir samning til langs tíma að sögn heimasíðu Arsenal.

,,Ég er mjög ánægður með að það hafi tekist að klára þetta,“ sagði Mkhitaryan.

,,Ég er mjög ánægður að vera hérna, þetta er draumur að rætast.“

,,Ég vildi alltaf spila fyrir Arsenal, núna er ég hérna og mun gera mitt besta fyrir félagið.“


desktop