Mkhitaryan grét þegar hann kvaddi liðsfélaga sína í dag

Henrikh Mkhitaryan er á förum til Arsenal en frá þessu greina enskir fjölmiðlar.

Hann hefur nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið, sem og samningstilboð frá klúbbnum.

Mkhitaryan fer til Arsenal í skiptum fyrir Alexis Sanchez sem er að fara til United en sá síðarnefndi hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.

Sanchez verður samningslaus í sumar og því vildi Arsenal losna við hann á meðan að þeir fengu eitthvað fyrir hann.

Mkhitaryan kvaddi liðsfélaga sína á Carrington æfingasvæðinu í dag og grét sáran en það er Mail sem greinir frá þessu.

Félagskiptin munu að öllum líkindum ganga í gegn í dag eða um helgina.


desktop