Mo Salah klár í slaginn gegn Manchester City

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool er klár í slaginn gegn Manchester City um helgina en þetta staðfesti Jurgen Klopp á blaðamannafundi í dag.

Liverpool tekur á móti City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn næsta en leikurinn fer fram á Anfield klukkan 16:00.

City situr á toppi deildarinnar með 62 stig en Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig, þremur stigum á eftir Manchester United sem er í öðru sætinu.

Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í vikunni og var Salah stórt spurningamerki fyrir leikinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Liverpool sem þurfa á öllum sínum leikmönnum að halda gegn besta liði deildarinnar í dag.


desktop