Móðir leikmanns Arsenal býr á götunni

Jule Niles móðir Ainsley Maitland-Niles leikmanns Arsenal á hvergi heima.

Jule er 38 ára gömul en hún hallar höfði sínu í geymsluhúsnæði við hraðbraut rétt fyrir utan London.

Samband Jule og Maitland-Niles virðist ekki vera gott en hann býr ásamt bróður sínum í 120 milljóna króna húsi.

,,Það er ekkert klósett eða vaskur þar sem ég sofna,“ sagði Jule.

,,Ainsley gæti keypt fyrir mig íbúð fyrir tveggja vikna eða tveggja mánaða laun.“

,,Sonur minn spilar fyrir Arsenal en ég er án heimilis og sef í geymslu.“

Maitland-Niles þénar 30 þúsund pund á viku og hefur spilað 21 leik fyrir Arsenal á þessu tímabili.


desktop