Möguleiki á að Jóhann Berg verði í hóp gegn United

Sean Dyche stjóri Burnley segir að möguleiki sé á að Jóhann Berg Guðmundsson verði með gegn Manchester United um helgina.

Jóhann hefur ekki spilað með Burnley síðan snemma í febrúar þegar liðið tapaði gegn Lincoln í bikarnum.

Kantmaðurinn fór meiddur af velli í þeim leik á hné og hefur verið að ná bata.

Hann hefur náð að æfa síðustu tvær vikurnar og gæti komið inn í hóp gegn Manchester United á sunnudag.

Jóhann Berg gekk í raðir Burnley síðasta sumar en kauði hefur verið óheppinn með meiðsli.


desktop