Morata með þrennu fyrir Chelsea – United og City með sigra

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu og var boðið upp á nóg af fjöri í leikjum dagsins.

Chelsea og Manchester City voru í miklu stuði í dag og buðu upp á 5-0 og 4-0 sigra.

Alvaro Morata gerði þrennu fyrir Chelsea gegn Stoke en Englandsmeistararnir unnu góðan 4-0 útisigur.

City var þá ekki í vandræðum með Crystal Palace og vann 5-0 sigur á Etihad vellinum.

Romelu Lukaku sá um að tryggja Manchester United sigur gegn Southampton en United vann 1-0 sigur.

Gylfi Þór Sigurðsson fagnaði þá 2-1 sigri með Everton gegn Bournemouth og Jóhann Berg Guðmundsson kom við sögu í markalausu jafntefli Burnley og Huddersfield.

Hér má sjá öll úrslitin.

Stoke City 0-4 Chelsea
0-1 Alvaro Morata(2′)
0-2 Pedro(30′)
0-3 Alvaro Morata(77′)
0-4 Alvaro Morata(82′)

Manchester City 5-0 Crystal Palace
1-0 Leroy Sane(44′)
2-0 Raheem Sterling(51′)
3-0 Raheem Sterling(59′)
4-0 Sergio Aguero(79′)
5-0 Fabian Delph(89′)

Southampton 0-1 Manchester United
0-1 Romelu Lukaku(20′)

Everton 2-1 Bournemouth
0-1 Josh King(49′)
1-1 Oumar Niasse(77′)
2-1 Oumar Niasse(82′)

Swansea 1-2 Watford
0-1 Andre Gray(13′)
1-1 Tammy Abraham(56′)
1-2 Richarlison(90′)


desktop