Morata og Kante ekki með Chelsea gegn Crystal Palace

Crystal Palace tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 14:00.

Chelsea hefur farið vel af stað og situr í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig á meðan Crystal Palace er á botninum án stiga og þá á liðið ennþá eftir að skora sitt fyrsta mark.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var mættur á blaðamannafund í hádeginu þar sem hann fór yfir leik morgundagsins.

Þeir Alvaro Morata og N’Golo Kante, leikmenn liðsins verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Morata er gæti hins vegar náð leiknum gegn Roma í Meistaradeildinni í vikunni en Kante verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar vegna tognunar aftan í læri.


desktop