Mourinho að fá góðar fréttir – Bailly að snúa aftur

Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur saknað Eric Bailly í vörn sinni síðustu vikur.

Bailly hefur ekki spilað í þrjá mánuði en er að snúa aftur.

Sagt er að Bailly byrji að æfa í vikunni og vonast Mourinho til að geta spilað honum gegn Sevilla í Meistaradeildinni í næstu viku.

Chris Smalling og Phil Jones hafa verið mistækir í vörn United og er Mourinho sagður vera að missa þolinmæðina gagnvart þeim.

Bailly byrjaði tímabilið af krafti en meiðsli hafa síðan verið að hrjá hann.


desktop