Mourinho ætlar að berjast um sigur í deildinni á næstu leiktíð

Jose Mourinho stjóri Manchester United ætlar sér að berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

United var aldrei nálægt slíku á þessu tímabili en búist var við stórum hlutum af lærisveinum Mourinho.

,,Við erum ekki nálægt toppnum á þessu tímabili, það voru félög með meiri stöðuleika og betri hópa. Meiri tíma til að vinna í hlutum,“
sagði Mourinho.

,,Ég get ekki fullyrt um það en ég held að andlega og í taktík að þá séum við búnir að bæta okkur mikið.“

,,Ef næsti félagaskiptagluggi heppnast vel þá getum við barist um sigur í deildinni á næstu leiktíð.“


desktop