Mourinho ætlar ekki að eyða fleiri orðum í Conte

Jose Mourinho stjóri Manchester United kveðst vera hættur í sandkassaleik við Antonio Conte stjóra Chelsea.

Þeir félagar hafa skotið fast á hvorn annan síðustu vikur í fjölmiðlum.

,,Þegar einstaklingur ræðst á aðra manneskju, þá má hann búast við svari,“ sagði Mourinho.

,,Í fyrsta sinn sem hann gerði lítið úr mér þá svaraði ég, svar sem varð til þess að hann er mjög særður.“

,,Svo gerir hann lítið úr mér á nýjan leik en ég svara því ekki. Þessu máli er lokið hjá mér.“


desktop