Mourinho ætlar ekki að grenja – Veit ekki hvenær Pogba getur spilað

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, veit ekki hvenær miðjumaðurinn Paul Pogba snýr aftur.

Pogba er að glíma við meiðsli þessa stundina en í byrjun var talað um að miðjumaðurinn yrði frá í þrjá mánuði.

,,Ég hef ekki hugmynd um hvenær hann snýr aftur. Ég hef enga hugmynd um það,“ sagði Mourinho.

,,Ég segi það aftur, þetta er frábært tækifæri fyrir aðra leikmenn til að spila og ég treysti þeim öllum.“

,,Ég ætla ekki að gráta eða telja dagana þar til að Pogba snýr aftur. Alls ekki.“


desktop