Mourinho ekki refsað eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Jose Mourinho stjóra Manchester United verður ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu.

Mourinho var rekinn af velli í 0-1 sigri á Southampton um helgina.

Mourinho steig inn á völlinn undir lok leiksins þegar hann var að skipa sínum mönnum fyrir.

Mike Jones, fjórði dómari leiksins kallaði í Craig Pawson dómara og lét hann vita.

Pawson rak Mourinho upp í stúku en stjóranum verður ekki refsað meira af enska knattspyrnusambandinu.


desktop