,,Mourinho er að gera magnaða leikmenn að miðlungs leikmönnum“

David Kidd pistlahöfundur The Sun segir að Jose Mourinho stjóri Manchester United sé ekki lengur með þetta.

United hefur tapað síðustu tveimur útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

,,Mourinho er að gera magnaða knattspyrnumenn að miðlungs leikmönnum í þessu United liði,“ sagði Kidd í pistli sínum.

,,Töp gegn Tottenham og Newcastle hafa sannað að þessir leikmenn eru ekki að bæta sig sem einstaklingar eða heild undir stjórn Mourinho. Hann er ekki lengur stjóri sem lærir af mistökum sínum.“

,,Þetta er ekki sami Mourinho og við sáum í gamla degi, hann er þreyttur, stressaður og er að mistakast.“


desktop