Mourinho lét leikmenn heyra það

Jose Mourinho stjóri Manchester United segir að leikmenn liðsins hafi ekki verið einbeittir fyrir leikinn gegn St Etienne í gær.

Mourinho lét leikmenn heyra það í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik í 3-0 sigri.

,,Mér leið fyrir leik eins og menn væru ekki klárir, það voru læti í klefanum, menn að grínast og þeir voru of rólegir,“ sagði Mourinho.

,,Aðstoðrmenn mínir sögðu að leikmenn hefðu ekki verið einbeittir í upphitun.“

,,Leikurinn byrjaði og fyrsta sem við gerðum var sending til baka beint í fæturna á framherja þeirra.“

,,Það vantaði einbeitingu og þegar hún er ekki þá er þetta erfitt, fyrri hálfleikurinn var erfiður og mér leið ekki vel.“

,,Ég þurfi hálfleikinn til þess að láta heyra í mér og sem betur fer vorum við 1-0 yfir. Seinni hálfleikurinn var allt önnur saga.“


desktop