Mourinho ósáttur með leikmenn sína – PlayStation fótbolti

Jose Mourinho stjóri Manchester United var ekki hrifinn af því hvernig leikmenn hans höguðu sér gegn Basel í gær.

Mourinho segir að leikmenn sínir hafi farið að spila PlayStation fótbolta í stöðunni 2-0 en liðið vann á endanum 3-0 sigur.

,,Eftir að við komumst í 2-0 þá breyttist leikur okkur, við hættum að hugsa, við hættum að spila. Við hættum að taka réttar ákvarðanir og þetta hefði getað sett okkur í vandræði,“ sagði Mourinho.

,,Slæmar ákvarðanir, PlayStation fótbolti. Menn að gera brellur og hættir að spila sem lið og hættir að einbeita sér, ég er ekki hrifinn af svona áhættum.“

,,Leikmenn töldu líklega að leikurinn væri búinn en þú verður að bera virðingu fyrir andstæðingi þínum.“


desktop